Hoppa yfir valmynd
20. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Ósló

Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Ósló
Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Ósló

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat óformlegan samráðsfund utanríkisráðherra Norðurlanda og utanríkisráðherra Benín, Botsvana, Gana, Lesótó, Malí, Mósambík, Nígeríu, Senegal, Suður-Afríku og Tansaníu sem haldinn var í Ósló dagana 19.-20. mars 2007. Meðal umfjöllunarefna voru öryggismál og friðarhorfur í Afríku, loftslagsbreytingar og málefni Sameinuðu þjóðanna.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars samskipti Friðar- og öryggisráðs Afríkusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og málefni helstu átakasvæða í álfunni, þá sérstaklega hvernig Sameinuðu þjóðirnar geta í samstarfi við Afríkusambandið unnið að friði. Fjallað var um nýútkomna skýrslu um loftslagsbreytingar í Afríku og lýstu ráðherrar áhyggjum sínum vegna neikvæðra áhrifa sem loftslagsbreytingar geta haft á gróðurfar, flóðahættu og útbreiðslu sjúkdóma. Í skýrslum hefur verið bent á að Afríka er sú heimsálfa sem verst sé sett varðandi viðbúnað við loftslagsbreytingum vegna takmarkaðs aðgangs að vatni og lítils fæðuöryggis. Þá myndast eyðimerkur hratt við þau skilyrði sem loftslagshlýnun veldur.

Að lokum var skiptst á á skoðunum um málefni Sameinuðu þjóðanna, endurbætur á Öryggisráðinu og Mannréttindaráð S.þ. sem stofnað var fyrir um ári síðan.

Í tengslum við fundinn átti utanríkisráðherra einnig fund með starfssystur sinni frá Mósambík þar sem rætt var samstarf ríkjanna á sviði þróunarsamvinnu.



Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Ósló
Norrænn-afrískur utanríkisráðherrafundur í Ósló

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta