Hoppa yfir valmynd
22. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Undirritun samstarfssamninga við Háskólann á Akureyri

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 42/2007

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnaði í dag útibú frá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins í húsnæði Háskólans á Akureyri. Af því tilefni var undirritaður samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og háskólans um leigu á húsnæði og samstarf á sviði þýðingastarfsemi. Til að byrja með verða um 4-6 stöðugildi að ræða og er opnun útibúsins liður í að styrkja umfangsmikla þýðingastarfsemi utanríkisráðuneytisins svo standa megi meðal annars við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum.

Samstarfssamningurinn kveður einnig á um samstarf á sviði stundakennslu, námskeiðahalds og starfsnáms. Þannig mun utanríkisráðuneytið t.a.m. gefa nemendum í Háskólanum á Akureyri kost á aðstöðu til verkefnavinnu á ákveðnum sviðum innan ráðuneytisins.

Þá undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning við Háskólann á Akureyri um fjárhagslegan og faglegan stuðning við meistaranám í heimskautarétti við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Samkvæmt samningnum mun utanríkisráðuneytið leggja fram samtals 18 milljónir króna á næstu þremur árum.

Ávarp ráðherra (PDF 34 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta