Hoppa yfir valmynd
23. mars 2007 Dómsmálaráðuneytið

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fundaði með forstöðumönnum stofnana

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flytur ávarp á fundi með forstöðumönnum.
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flytur erindi á fundi með forstöðumönnum.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið bauð forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins til árlegs fundar í gær, fimmtudaginn 22. mars, á Nordica hóteli. Málefni útlendinga voru í kastljósinu að þessu sinni auk þess sem fjallað var um nýjungar í starfi Þjóðskrár og rafræna þjónustu.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ávarp og þau Hildur Dungal, forstöðumaður Útlendingastofnunar, Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ræddu um þróun í útlendingamálum og áhrif hennar á stofnanir þeirra. Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, fjallaði um útgáfu nýrra dvalarleyfisskírteina, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sagði frá nýrri stefnumörkun fyrir Þjóðskrá og framkvæmd hennar og Þorsteinn Helgi Steinarsson, verkfræðingur og ráðgjafi ráðuneytisins um rafræn úrlausnarefni, ræddi þau viðfangsefni.

Tölfræðiefni frá Útlendingastofnun (ppt)
Tölfræðiefni frá Fangelsismálastofnun (ppt)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta