Hoppa yfir valmynd
23. mars 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Viljayfirlýsing ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fimmtudaginn 22. mars undirrituðu Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, og Halldór Halldórsson formaður og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd sambandsins, viljayfirlýsingu um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að tímabundið aukaframlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árunum 2007 og 2008 til að jafna aðstöðumun sveitarfélaga hækki úr 700 milljónum króna í 1400 milljónir króna hvort ár. Aðilar munu í sameiningu meta þörf fyrir aukaframlög í jöfnunarsjóð að þessu tímabili loknu.

Á árlegum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga 16. febrúar síðastliðinn var ákveðið að fulltrúar beggja aðila færu yfir fjármálaleg samskipti sín fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var sett í dag. Viljayfirlýsingin er afrakstur þeirrar vinnu.

Skjal fyrir Acrobat ReaderViljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta