Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir sérfræðingi til starfa
Laus er til umsóknar staða sérfræðings á skrifstofu sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála. Meðal verkefna skrifstofunnar eru starf á sviði loftslagsmála og umhverfisverndar í hafinu auk söfnunar og framsetningu tölulegra vísa um umhverfismál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf er skilyrði.
Góð kunnáttu í ensku.
Góð kunnátta í einhverju Norðurlandamálanna.
Þekking og reynsla á sviði umhverfismála er æskileg.
Staðan veitist frá 1. mai nk. Um launakjör fer samkvæmt samningi fjármálaráðuneytisins við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 2. apríl n.k. Starfið er númer 6414. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar veita Ari Eyberg og Kristín Guðmundsdóttir. Netföng þeirra eru: [email protected] og kristí[email protected]