Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2007
Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.
Ráðstöfunarfé sjóðsins nam að þessu sinni 840 þúsund krónum. Styrkumsóknir voru 14, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila:
- 6. bekkur Hjallaskóla vegna ferðar til að heimsækja jafnaldra sína við grunnskóla Kulusuk
- Päivi Niemi-Rosing tónlistarkennari vegna námsferðar tveggja barnakóra fra Nuuk til Íslands
- Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna vegna undirbúningsfunda um skipulag og framkvæmd svæðisleiðsögunáms á Grænlandi og Íslandi
- Grænlensk-íslenska félagið Kalak vegna kaupa á notuðum tölvum handa börnum í sérkennslu í Tasiilaq skóla
Reykjavík, 28. mars 2007