Hoppa yfir valmynd
28. mars 2007 Forsætisráðuneytið

Undirritun samnings við Vesturfarasetrið á Hofsósi

Undirritun samnings við Vesturfarasetrið á Hofsósi
Undirritun samnings við Vesturfarasetrið á Hofsósi

Geir H. Haarde forrsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins skrifuðu í gær undir samning sem tryggir Vesturfarasetrinu 137 milljónir króna á næstu fimm árum. Undirritun samningsins fór fram á Hofsósi að viðstöddum gestum. Fjármununum verður varið til áframhaldandi þjónustu Vesturfarasetursins á sviði menningartengsla milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum sem búsett er í Norður-Ameríku. Vesturfarasetrinu er ennfremur ætlað að mæta aukinni eftirspurn eftir ættfræði og upplýsingum um uppruna og ættir íslenskra landnema í Norður-Ameríku, m.a. með því að veita Íslendingum upplýsingar um þá sem fluttust til Vesturheims, afkomendur þeirra og sögu. Forsætisráðherra sagði við undirritun samningsins, að á undanförnum árum hefði átt sér stað mikil uppbygging á Vesturfarasetrinu og með henni hefðu skapast mikil og góð tengsl við hina fjarstöddu ættingja okkar í Vesturheimi sem mikilvægt væri að rækta.

Reykjavík 28. mars 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta