Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2007 Forsætisráðuneytið

Eiginfjárstaða Seðlabanka Íslands efld um 44 milljarða króna

Í ræðu forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, á ársfundi Seðlabanka Íslands sl. föstudag kynnti hann þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðstafa umtalsverðum hluta af innstæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum til þess að efla eiginfjárstöðu bankans um 44 milljarða króna. Með þessu styrkist eiginfjárstaða Seðlabankans verulega en eigið fé bankans var rúmlega 48 milljarðar króna í lok febrúar sl. Ennfremur er með þessari ákvörðun fylgt eftir þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að styrkja stöðu Seðlabankans en ríkissjóður tók í fyrra erlent lán til fimm ára sem nam einum milljarði evra og endurlánaði Seðlabankanum til að styrkja gjaldeyrisforða hans.

Reykjavík 2. apríl 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta