Fundur með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, í tilefni af heimsókn hans og hermálanefndar bandalagsins til Íslands. Á fundinum ræddu þeir m.a. tillögur um lofthelgiseftirlit Atlantshafsbandalagsins við Ísland og rekstur íslenska ratsjár- og loftvarnakerfisins, auk framlaga Íslands til starfsemi öryggissveita bandalagsins í Afganistan. Þá greindi forsætisráðherra frá viðræðum við grannríki Íslands um samstarf á sviði öryggismála.
Reykjavík 2. apríl 2007