Fundur utanríkisráðherra með formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 049
Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins.
Á fundinum var rætt um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan. Þá gerði utanríkisráðherra grein fyrir þeim ábyrgðum sem Ísland hefur þegar tekið að sér innan Atlantshafsbandalagsins eftir brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli. Einnig var rætt um íslenska loftvarnarkerfið og lofthelgiseftirlit við Ísland, en unnið er að tillögum innan bandalagsins um útfærslu þess. Að lokum greindi utanríkisráðherra formanni hermálanefndarinnar frá tvíhliða viðræðum Íslands við grannþjóðir á norðanverðu Atlantshafi um öryggismál.