Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar hóf störf í dag

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.
Á Umhverfisstofnun

Ellý Katrín Guðmundsdóttur hóf í dag störf sem forstjóri Umhverfisstofnunar. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra færði henni af því tilefni árnaðaróskir á morgunverðarfundi starfsmanna stofnunarinnar. Þá minnti umhverfisráðherra á mikilvægi Umhverfisstofnunar og benti á að hlutverk hennar hefði enn aukist með nýjum lögum sem Alþingi samþykkti við þinglok, til að mynda með lögum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Ellý starfaði áður sem sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar áður gegndi hún starfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur og starfi hjá lagadeild Alþjóðabankans í Washington, DC í Bandaríkjunum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School árið 1997.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta