Dagskrá RÚV dreift um gervihnött
Ríkisútvarpið er að hefja stafræna dreifingu á dagskrá sjónvarps og útvarps gegnum gervihnött til sjómanna á miðum við landið og til strjálbýlla svæða landsins. Er það gert í krafti samnings stjórnar fjarskiptasjóðs og RÚV við norska fjarskiptafyrirtækið Telenor.
Notendur þurfa að verða sér úti um ýmsan búnað til að ná sendingunum, meðal annars gervinhattadisk sem er 90 til 120 cm að þvermáli eftir gæðum móttökubúnaðar og þarf að stilla hann á ákveðinn hátt. Einnig þurfa viðtæki að hafa rauf fyrir aðgangskort og síðan þurfa menn að hafa aðgangskort frá RÚV.
Nánari lýsingu á búnaðinum er að finna í meðfylgjandi auglýsingu.