Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2007 Innviðaráðuneytið

GSM-farsímanetið þéttist

Síminn hefur lokið fyrsta áfanganum í þéttingu GSM farsímanetsins á Hringveginum í samræmi við samning Fjarskiptasjóðs og Símans um verkið sem nær auk þessara kafla til fimm fjallvega. Næsti áfangi er Norðurárdalur og Öxnadalur og sunnanvert Vatnsnesfjall sem ljúka á í júlí.

Nýlega er lokið við að setja upp senda á rúmlega 33 km kafla á Hringveginum á Austurlandi, á Streiti, í Álftafirði, Hvalnesskriðum, Papafirði-Almannaskarði og í Vatnsdal í Húnaþingi.

Verkefnið hófst 12. janúar þegar Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu samning að undangengnu útboði að ljúka við GSM-væðingu Hringvegarins og fimm fjölfarinna fjallvega: Fróððarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjallsvegi, Fjarðarheiði og Fagradal.

Verkefnið í heild sinni mun taka 12 mánuði og á þeim tíma verður 500 km vegakafli kominn í GSM samband. Einnig verður settur upp sendir í Flatey á Breiðafirði.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum