Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Möguleg umhverfisáhrif af olíuleit innan íslensku landhelginnar

stefnumotolia
Umhverfisáhrif olíuleitar á Drekasvæði.

Á þriðja Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, föstudaginn 13. apríl 2007, verður fjallað um möguleg áhrif olíuleitar innan íslensku landhelginnar á umhverfið. Stefnumótið fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 12:15 og stendur til um klukkan 13:15.

Erindi:

Áætlun um olíuleit á Drekasvæði - Kristinn Einarsson, Orkustofnun.

Hvernig er umhverfismat vegna olíuleitar unnið? – Kristín Linda Árnadóttir, umhverfisráðuneytinu.

Niðurstöður draga að umhverfismati vegna olíuleitar – Kristján Geirsson, Umhverfisstofnun.

Að loknum erindum verða opnar umræður. Fundarstjóri verður Dr. Brynhildur Davíðsdóttir dósent og sérfræðingur við Stofnun Sæmundar fróða.

Á Stefnumótum umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða eru brýn umhverfismál tekin fyrir á opnum fundum. Munu sérfræðingar ráðuneytisins og stofnana þess ásamt nemendum og kennurum Háskóla Íslands miðla af þekkingu sinni og taka þátt umræðum. Haldnir verða þrír fundir á hverju kennslumisseri Háskólans og eru þeir öllum opnir.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta