Skipan stjórnar Þjóðmenningarhússins 2007
Forsætisráðherra hefur skipað í stjórn Þjóðmenningarhússins til næstu fjögurra ára. Stjórninni er ætlað að leggja megináherslur í starfsemi hússins og móta í því skyni langtímastefnu um sýningar og aðra starfsemi þar.
Stjórnin er óbreytt frá því sem verið hefur. Í henni eiga sæti Salóme Þorkelsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis, sem jafnframt er formaður, Jóhannes Nordal fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, tilnefndur af fjármálaráðherra og Andri Snær Magnason rithöfundur, tilnefndur af menntamálaráðherra.