Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innflutningur í mars 2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 12. apríl 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofu var vöruskiptajöfnuður neikvæður um 6,8 milljarða króna í mars.

Flutt var inn fyrir 34,1 milljarð og vöruútflutningur var 27,3 milljarða virði. Ef rýnt er í undirflokka inn- og útflutnings sést að á útflutningshlið var talsverð aukning í útflutningi á sjávarafurðum frá síðasta mánuði og álútflutningur jókst á svipuðum hraða og áður.

Á innflutningshlið má greina aukningu milli mánaða í flestum undirliðum. Innflutningur eldsneytis eykst mest en sá liður er mjög sveiflukenndur milli mánaða. Innflutningur á fjárfestingarvörum eykst lítillega meðan innflutningur á hrá- og rekstrarvörum dregst lítillega saman. Innflutningur neysluvöru eykst nokkuð milli mánaða líkt og algengt er í marsmánuði. Innflutningur á bílum er á svipuðu róli og í febrúar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta