Fjárframlag til aðstoðar íröskum flóttamönnum
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 53/2007
Á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamenn í Írak og nærliggjandi löndum, sem haldin er að frumkvæði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Genf dagana 17.-18. apríl, tilkynnti fulltrúi Íslands um þá ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra að veita framlag sem nemur 100.000 bandaríkjadölum til aðstoðar íröskum flóttamönnum.
Talið er að yfir 4 milljónir manna hafi flúið heimili sín í Írak á undanförnum árum.
Ávarp fulltrúa Íslands. (Word 22,5KB)