Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2007 Utanríkisráðuneytið

Undirritun samstarfssamnings við Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Valgerður Sverrisdóttir og Jakob Simonsen
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkis-ráðherra og Jakob Simonsen, fram-kvæmdastjóri UNDP í Kaupmanna-höfn.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 52/2007

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jakob Simonsen, framkvæmdastjóri skrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Kaupmannahöfn, skrifuðu í morgun undir samstarfssamning í þróunarsamvinnu. Undirritun samningsins fór fram á morgunverðarfundi sem haldinn var í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands á Grand Hotel undir yfirskriftinni Þróun í útrás.

Verkefnið, sem kallast "Nordic Business Outreach", snýr að eflingu samstarfi hins opinbera og einkageirans í þróunarlöndum og hefur nú þegar verið hleypt af stokkunum á öðrum Norðurlöndum og gefið góða raun.

Markmið verkefnisins er m.a. að sameina markmið Sameinuðu þjóðanna um aukna þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og vinna jafnframt að framgangi stefnumiða Íslands í þróunarmálum. Verkefnið er til þriggja ára og nemur stuðningur ráðuneytisins 150.000 bandaríkjadölum. Á tímabilinu er stefnt að því að setja saman fimm tilraunaverkefni í samstarfi við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Árangur verkefnisins verður metinn að þremur árum liðnum og ákvörðun tekin um frekara framhald.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta