Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2007 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Salómonseyjar

Frá undirrituninni
Stofnun stjórnmálasambands við Salamónseyjar

Fastafulltrúar Íslands og Salómonseyja hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Collin D. Beck, undirrituðu í New York, föstudaginn 20. apríl, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna. Salómonseyjar eru staðsettar í Suður-Kyrrahafi, austan við Papúu Nýju Gíneu og telur eyjaklasinn meira en 990 eyjar sem eru samanlagt yfir 28 þúsund ferkílómetrar að stærð. Eyjarnar byggja um 550 þúsund íbúar. Fyrr í þessum mánuði reið yfir mikill jarðskjálfti við Salómonseyjar og flóðbylgja í kjölfarið hans olli þar miklu tjóni þar sem tugir manna létu lífið. Á fundi sendiherranna eftir undirritunina var m.a rætt um möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði sjávarútvegs og nýtingu jarðhita.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta