Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Bechtel hlaut Kuðunginn 2006

kjarvalsstadir_067
Á Kjarvalsstöðum

Verktakafyrirtækið Bechtel hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, við athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Kuðungurinn er viðurkenning á því framlagi sem viðkomandi fyrirtæki hefur veitt til umhverfismála og öðrum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn meira að mörkum í umhverfismálum.

Gestur Guðjónsson, formaður valnefndar, sagði við afhendinguna að óháð því hvaða skoðun menn hefðu á álverum og byggingu þeirra, þá væri það einróma mat allra sem hefðu kynnst þeirri sýn sem Bechtel hefur á umhverfismál og það verkskipulag sem fyrirtækið viðhefur til að ná þeim markmiðum sem það setur sér, að þar væri um að ræða algerlega nýja tíma í verktakastarfsemi á Íslandi. Þá sagði hann að vonandi yrði þessi viðurkenning til þess að vekja athygli sem flestra á þeim góða árangri sem Bechtel hefur náð og aðrir verktakar geti náð, tileinki þeir sér það verklag sem Bechtel hefur kynnt í starfsemi sinni.

Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994, og er hún því tólf ára í ár. Þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru Kjötverksmiðjan Goði 1994, Gámaþjónustan 1994, Umbúðamiðstöðin 1994, Prentsmiðja Morgunblaðsins 1995, Fiskverkun KEA í Hrísey 1996, Olíufélagið 1997, Fiskversmiðja Kuðungurinn 2006. Höfundur verksins í ár er listakonan Kogga.Haraldar Böðvarssonar á Akranesi 1998, Borgarplast 1999, Íslenska Álfélagið 2000, Árvakur 2002, Hópbílar 2003, Orkuveita Reykjavíkur 2004 og Línuhönnun 2005.

Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merki fyrir Kuðunginn og það fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna hefur rétt til að nota merkið í eitt ár. Á hverju ári er svo fenginn nýr listamaður til að hanna nýjan Kuðung sem Kuðungshafinn fær til eignar. Að þessu sinni var það listakonan Kogga sem gerði Kuðunginn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta