Hoppa yfir valmynd
2. maí 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrirlestraröð Freyju Haraldsdóttur lýkur

Í vetur hefur Freyja Haraldsdóttir heimsótt flesta framhaldsskóla á landinu með fyrirlestra sem hún nefnir: Það eru forréttindi að lifa með fötlun.

Í vetur hefur Freyja Haraldsdóttir heimsótt flesta framhaldsskóla á landinu með fyrirlestra sem hún nefnir: Það eru forréttindi að lifa með fötlun. Markmið hennar er opna augu nemenda og starfsfólks fyrir heimi fatlaðs fólks og benda á að hægt sé að lifa með fötlun án þess að það sé böl. Freyja er með vefsetur sem tengist fyrirlestraröðinni http://www.forrettindi.is. Þar eru upplýsingar og myndir frá fyrirlestrum hennar.

Menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra styrktu verkefnið og munu, ásamt Freyju, ljúka því formlega í hádeginu, fimmtudaginn 3. maí. Þá mun Freyja flytja fyrirlestur fyrir starfsfólk menntamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis.

Fyrirlesturinn verður í menntamálaráðuneyti, fundarsal á 4. hæð, og hefst kl. 12:00.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta