Hoppa yfir valmynd
3. maí 2007 Dómsmálaráðuneytið

Hefbundin vinnubrögð við afgreiðslu

Fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Vegna umræðna um afgreiðslu alþingis á umsókn ungrar stúlku frá Guatemala um ríkisborgararétt vill dóms- og kirkjumálaráðuneytið taka fram:

Aðalreglan er, að alþingi veitir íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Þegar umsækjandi óskar eftir, að umsókn fari fyrir alþingi, fer hún um hendur dóms- og kirkjumálaráðuneytis, sem leitar umsagnar lögreglu og útlendingastofnunar. Ráðuneytið óskar eftir afgreiðslu þessara stofnana innan þeirra tímamarka, sem afgreiðsla alþingis setur.

Í því tilviki, sem hér um ræðir hefur verið gefið til kynna, að afgreiðslan hafi verið á annan veg en almennt gerist. Fullyrðingar um það efni eru ekki réttar miðað við starfsvenjur  ráðuneytisins, þegar umsókn er lögð  fyrir alþingi. Upplýsingar frá lögreglu og útlendingastofnun eru þess eðlis, að almennt er unnt að veita þær samdægurs, ef svo ber undir.

Tímafrestir, sem getið er um á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, gilda, þegar ráðuneytið sjálft veitir ríkisborgararétt, en ekki þegar  umsókn er lögð fyrir alþingi.

 

Reykjavík, 3. maí 2007

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta