Hoppa yfir valmynd
3. maí 2007 Matvælaráðuneytið

Nr. 4/2007 - Undirritun samstarfssamnings um Hekluskóga

Landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins undirrita á morgun samstarfssamning um Hekluskóga og framlög ríkisins til verkefnisins. Hekluskógar eru samstarfsverkefni um landgræðslu og endurheimt skóg- og kjarrlendis með innlendum tegundum á Hekluskógasvæðinu. Markmið verkefnisins eru m.a. að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni.

Undirritun fer fram kl. 12:30 á morgun, þann 4. maí 2007, í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins að Gunnarsholti og er hér með boðað til fjölmiðlafundar af þessu tilefni. 

Í landbúnaðarráðuneytinu 

3. maí 2007

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta