Embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins
Menntamálaráðherra hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2007 að telja.
Embætti listdansstjóra var auglýst laust til umsóknar með auglýsingu, dags. 4. mars 2007. Fimm umsóknir bárust um embættið sem sendar voru stjórn Íslenska dansflokksins til umsagnar og tillögugerðar. Stjórnin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Katrínu Hall yrði veitt embættið. Með reglum um starfsemi Íslenska dansflokksins nr. 14/2002 var listdansstjóri gerður að forstöðumanni dansflokksins í stað framkvæmdastjóra skv. eldri reglum. Katrín Hall hefur gegnt starfi listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá árinu 1996.