Embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað dr. Helga Torfasonar í embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára, frá 8. maí 2007. Náttúruminjasafn Íslands er ný stofnun sem stofnuð var með lögum um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Safninu er ætlað að vera höfuðsafn á sviði náttúrufræða og hefur það hlutverk að varpa ljósi á náttúru Íslands, sögu landsins, nýtingu og náttúruvernd.
Helgi Torfason er doktor í jarðfræði frá University of Liverpool. Hann hefur starfað sem verkefnastjóri jarðhitamála hjá Orkustofnun og þar áður sem sviðsstjóri jarðfræðisviðs og fagsviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Menntamálaráðuneyti bárust alls sjö umsóknir um embættið.