Úthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla árið 2007
Þróunarsjóður leikskóla starfar samkvæmt reglum nr. 163/2001 sem settar eru á grundvelli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi.
Í janúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:
A. Náttúruvísindi í leikskólum með sérstaka áherslu á tengsl við skapandi starf.
B. Hvernig læra leikskólabörn?
Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.
Þriggja manna úthlutunarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Félagi leikskólakennara og menntamálaráðuneyti.Umsýsla með Þróunarsjóði leikskóla er í höndum ráðuneytisins og SRR (Símenntun, rannsóknir, ráðgjöf).
Undanfarin ár hefur sjóðurinn haft 3 millj. króna til úthlutunar. Í ár var að frumkvæði menntamálaráðherra ákveðið að hækka fjármagn til úthlutunar um helming eða alls 6 millj. króna.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki til eftirtalinna 17 verkefna skólaárið 2007-2008:
Verkefni | Styrkþegi | Upphæð |
Að læra er leikur | Litlulaugaskóli | 300.000 |
Breytt og fjölbreytt tónlistarstarf í leikskólum | Heilsuleikskólinn Urðarhóll | 300.000 |
Dalurinn okkar | Leikskólinn Furugrund | 600.000 |
Ég og leikskólinn minn. Ferlimöppur til að skapa markvistt upplýsingaflæði milli skóla og heimilis | Leikskólinn Sólvellir | 300.000 |
Fimm ára og fær í flestan sjó | Leikskólinn Iðavöllur | 500.000 |
Fjölgreindir í leikskólastarfi | Leikskólinn Núpur | 500.000 |
Fuglaveröld - útrás | Ingibjörg A. Ólafsdóttir | 200.000 |
Hvernig læra leikskólabörn að synda? | Leikskólinn Kjarrið | 100.000 |
Hvernig læra leikskólabörn? | Leikskólinn Hulduheimar | 500.000 |
Mál fyrir alla | Fálkaborg | 400.000 |
Náttúruvísindi er leikur einn | Leikskólinn Hulduberg | 250.000 |
Smíðagaman - smíðakennsla fyrir elstu nemendur leikskóla | Alda Áskelsdóttir | 200.000 |
Stærðfræðin í leik og starfi leikskólans | Félags- og skólaþjónustan Útey | 250.000 |
Umhverfið sem þriðji kennarinn | Fanný K Heimisdóttir | 400.000 |
Uppeldisfræðilegar skráningar, hvernig læra leikskólabörn? | Leikskólinn Fagrabrekka | 300.000 |
Virðing og jákvæð samskipti | Leikskólinn Gefnarborg | 400.000 |
Vísindaleikir II | Kennaraháskóli Íslands | 500.000 |
Alls: |
6.000.000 |