Rafræn innritun eldri nemenda á haustönn 2007
Menntamálaráðuneytið vekur athygli á því að framhaldsskólum er heimilt að afgreiða umsóknir eldri nemenda jafnóðum eftir að rafræn innritun hefst 14. maí nk. Þess ber þó að gæta að ekki skerðist fjöldi plássa sem ætluð eru nemendum sem koma beint úr 10. bekk.
Jafnframt er þess farið á leit við skólana að þeir tryggi að umsóknir þeirra nemenda sem kunna að hafa sótt skriflega um skólavist áður en rafræn innritun hófst verði færðar inn í rafrænt innritunarferli. Þetta þarf að gera í samráði við viðkomandi nemendur, t.d. með því að benda þeim á að þeir þurfi að sækja um skólavist rafrænt. Einnig geta skólar annast innritunina rafrænt með samþykki viðkomandi nemenda. Þetta er brýnt svo ráðuneytið hafi sem besta heildaryfirsýn yfir innritun á haustönn í framhaldsskóla.