Hoppa yfir valmynd
10. maí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skipan starfshóps um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 8/2007

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem gera á tillögur um heildarstefnu að því er varðar skattlagningu ökutækja og eldsneytis.

Ökutæki falla í ýmsum tilvikum í mismunandi gjaldaflokka eftir eðli ökutækis eða notkun. Þá hafa á undanförnum árum verið gerðar ýmsar tímabundnar ráðstafanir til þess að hvetja til notkunar vistvænna ökutækja og orkugjafa. Með heildarendurskoðun löggjafar á þessu sviði gefst tækifæri til þess að móta stefnu til frambúðar í þessum málaflokki.

Hlutverk starfshópsins verður að gera tillögur um samræmda skattlagningu ökutækja og eldsneytis sem hafi það að markmiði að hvetja til  notkunar vistvænna ökutækja, orkusparnaðar, minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, aukinnar notkunar innlendra orkugjafa og að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins, auk þess að þjóna áfram sem almenn tekjuöflun fyrir ríkissjóð.

Reykjavík 10. maí 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum