Hoppa yfir valmynd
11. maí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvær nýjar reglugerðir

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 9/2007

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að gerðar verði breytingar á reglugerð um vörugjald af ökutækjum nr. 331/2001, með síðari breytingum og reglugerð nr. 274/2006, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds og um greiðslu sérstaks kílómetragjalds.

Lækkun vörugjalds af leigubifreiðum til fólksflutninga hefur verið háð því að rétthafi uppfylli tiltekin skilyrði í þrjú ár eftir nýskráningu bifreiðar. Ákveðið hefur verið að stytta umræddan tíma í 2 ár. Breytingin felur í sér að rétthafi skal uppfylla skilyrðið um tilteknar lágmarkstekjur á næsta almanaksári eftir að eftirgjöf var veitt í stað þess að eiga val um að uppfylla skilyrðið á öðru tveggja almanaksára eftir að eftirgjöf var veitt. Breytingin tekur gildi hinn 1. júlí nk. og tekur til bifreiða sem eru ótollafgreiddar við gildistöku hennar. Síðari breytingin felur í sér að eigendum mjólkurflutningabifreiða verður heimilt að skrá þá, að nánari skilyrðum uppfylltum, sem ökutæki til sérstakra nota og öðlast þar með rétt til notkunar á gjaldfrjálsri litaðri olíu samhliða því að þeir greiði sérstakt kílómetragjald af notkun þeirra. Breytingin tekur þegar gildi.

Reykjavík 11. maí 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum