Afhending trúnaðarbréfs
Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti 12. þ.m., Hosny Mubarak, forseta Egyptalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Egyptalandi með aðsetur í Osló.
Sendiherrann mun eiga fund með utanríkisráðherra Egyptalands og viðræður við háttsettta embættismenn í utanríkisráðuneyti Egyptalands, og fleiri ráðuneytum og stofnunum, um tvíhliða samskipti, þ.m.t. viðskipta- og fjárfestingarmál, en stefnt er að því að auka og styrkja samskipti landanna í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Egyptalands. Þá mun sendiherra Íslands kynna framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs en Egyptaland gegnir mikilvægu hlutverki varðandi málefni Miðausturlanda.