Hoppa yfir valmynd
14. maí 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti 12. þ.m., Hosny Mubarak, forseta Egyptalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Egyptalandi með aðsetur í Osló.

Sendiherrann mun eiga fund með utanríkisráðherra Egyptalands og viðræður við háttsettta embættismenn í utanríkisráðuneyti Egyptalands, og fleiri ráðuneytum og stofnunum, um tvíhliða samskipti, þ.m.t. viðskipta- og fjárfestingarmál, en stefnt er að því að auka og styrkja samskipti landanna í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna og Egyptalands. Þá mun sendiherra Íslands kynna framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs en Egyptaland gegnir mikilvægu hlutverki varðandi málefni Miðausturlanda.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta