Embætti skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu barna- og fjölskyldumála í ráðuneytinu. Meginverkefni nýrrar skrifstofu er að vinna að stefnumótun og þróun í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna meðal annars í samvinnu við Barnaverndarstofu. Skrifstofan annast almenna stjórnsýslu í málum er varða börn og ungmenni, barnavernd og málefni fjölskyldna og annast samþættingu við mótun og framkvæmd stefnu á þessum sviðum. Skrifstofustjóri skal jafnframt vinna náið með sérfræðingum á öðrum sviðum félagsmálaráðuneytisins, svo sem á sviði jafnréttismála, vinnumarkaðsmála, sveitarstjórnarmála og félagslegrar þjónustu.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Við mat á umsóknum verður litið til menntunar og starfsreynslu.
Skipað verður í embættið til fimm ára.
Um launakjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
Vakin er athygli á því að embættið stendur opið jafnt konum og körlum.
Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun verður tekin. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf skulu berast félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 31. maí næstkomandi.