Hoppa yfir valmynd
16. maí 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Þann 2. maí afhenti Gunnar Snorri Gunnarsson landstjóra Nýja Sjálands, Anand Satyanand, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Nýja Sjálandi með aðsetur í Beijing.

Í viðræðum við embættismenn í utanríkisráðuneytinu var staðfestur stuðningur Nýja-Sjálands við framboð Íslands til Öryggisráðsins og var rætt um kynningu framboðsins á Kyrrahafssvæðinu. Einnig var rætt um möguleika á gerð tvísköttunarsamninga og lofterðasamninga.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta