Hoppa yfir valmynd
16. maí 2007 Dómsmálaráðuneytið

Skipað í embætti

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag í eftirtalin embætti, frá og með 1. júní 2007 að telja: Pál Egil Winkel í stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra við embætti ríkislögreglustjóra; Grím Grímsson í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns við embætti ríkislögreglustjóra og Odd Árnason í stöðu yfirlögregluþjóns við embætti lögreglustjórans á Selfossi.
Þá skipaði dóms- og kirkjumálaráðherra ennfremur Benedikt Bogason héraðsdómara til setu í dómstólaráði til næstu fimm ára, frá og með 15. maí 2007 að telja, og Hjört O. Aðalsteinsson héraðsdómara sem varamann hans sama tímabil.

Reykjavík 16. maí 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum