Styrkir til starfsmenntunarnáms
Norrænir starfsmenntunarstyrkir. Menntamálaráðuneyti Danmerkur og Noregs veita á námsárinu 2007-2008 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 20.500 d.kr., Noregi 20.000 n.kr.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní 2007. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.