Afhending trúnaðarbréfs
Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, afhenti sl. föstudag, 18. maí, Boris Tadic, forseta Serbíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Serbíu með aðsetur í Stokkhólmi.
Í viðræðum sendiherra við forseta Serbíu ræddi sendiherra m.a. um viðskiptatengsl, sérstaklega á orkusviði, og framboð Íslands til öryggisráðsins. Málefnið var enn fremur tekið upp við skrifstofustjóra Evrópudeildar utanríkisráðuneytisins og skrifstofustjóra yfir tvíhliða málefnum.
Í ferð sinni til Serbíu hitti sendiherra fulltrúa Actavis, sem hafa starfsemi í Serbíu, og var viðstaddur formlega opnun ræðisskrifstofu Íslands í Belgrad, en ræðismaður þar er Slobodan Micic.