Hoppa yfir valmynd
21. maí 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Þóru Sigríði Ingólfsdóttur í embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands til fimm ára, frá 1. júlí 2007.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Þóru Sigríði Ingólfsdóttur í embætti forstöðumanns Blindrabókasafns Íslands til fimm ára, frá 1. júlí 2007. Hlutverk Blindrabókasafns Íslands er að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu.

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir er með M.A. í almennum bókmenntafræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ritstjóri og kynningarstjóri hjá JPV útgáfu og starfað við bóka- og hljóðbókaútgáfu.

Menntamálaráðuneyti bárust alls sjö umsóknir um embættið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta