Hoppa yfir valmynd
21. maí 2007 Utanríkisráðuneytið

Samkomulag um Íslensk-rússneskan orkumálaskóla

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

 

Nr. 61/2007

Gengið hefur verið frá samkomulagi um íslensk-rússneskan skóla um orkumál með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Í dag var undirritað í Moskvu samkomulag þessa efnis milli Alþjóðaskólans um orkumál í Moskvu, sem Alþjóðasamskiptaháskóli rússneska utanríkisráðuneytisins (MGMIO) rekur, og Orkuháskólans á Akureyri, RES.

Skólinn mun annast þjálfun og endurmenntun sérfræðinga á sviði alþjóðlegra orkuvísinda með séráherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Skólinn mun m.a. standa fyrir nemenda- og kennaraskiptum og samstarfi á sviði rannsókna.

Stofnun skólans er mikilsvert framlag til Norðlægu víddarinnar í samskiptum Evrópuríkja og Rússlands þar sem orku- og loftslagsmál eru forgangsmál.

Samningurinn um skólastofnunina var undirritaður í Moskvu í dag í viðurvist sendiherra Íslands í Moskvu og háttsettra embættismanna rússneska utanríkisráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta