Sérútgáfa af Jafnréttu
Vegna nýafstaðinna Alþingiskosninga ákvað Jafnréttisstofa að ráðast í sérstaka útgáfu af fréttablaðinu Jafnréttu. Í því kemur fram að eftir kosningarnar er hlutfall kvenna á Alþingi 32% en karlmanna 68%. Hlutfall kvenna hækkaði úr 30% í 32% frá kosningunum árið 2003 en með þessari aukningu bætist ein kona við þingmannahópinn. Hins vegar fækkar konum á Alþingi sökum þess að margar konur tóku sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili sem varamenn. Þegar því lauk voru konur 37% þingmanna á Alþingi.