Hoppa yfir valmynd
24. maí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2007

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

  1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 17.700
  2. Gisting í einn sólarhring kr. 11.700
  3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 6.000
  4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 3.000

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 2007. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 4/2006 dags. 26. október 2006.

Nefndin fer þess á leit við viðkomandi ráðuneyti að þau kynni efni þessarar auglýsingar þeim stofnunum og fyrirtækjum sem undir þau heyra.

Ennfremur er vakin athygli á því að auglýsing ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er á vefsíðu fjármálaráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi:

Reykjavík, 23. maí 2007.

Ferðakostnaðarnefnd



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta