Hoppa yfir valmynd
24. maí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr félagsmálaráðherra tekur við embætti

Magnús Stefánsson afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur lyklavöldin að ráðuneytinu
Magnús Stefánsson afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur lyklavöldin að ráðuneytinu

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður tók við embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.

Magnús Stefánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, afhenti nú síðdegis Jóhönnu lyklana að ráðuneytinu á ráðherraskrifstofunni með árnaðaróskum og færði henni blóm og táknrænan lykil að velferð skjólstæðinga félagsmálaráðuneytisins. Jóhanna kvaðst mundu nota þann lykil.

Eftir að hafa rætt við fjölmiðla um ráðherraskiptin gekk Jóhanna um félagsmálaráðuneytið og heilsaði starfsfólki og sagðist hlakka til að takast á við hin ýmsu stóru mál sem væru á verksviði ráðuneytisins.

Jóhanna Sigurðardóttir er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún var áður félagsmálaráðherra frá árinu 1987 til 1994. Nánari upplýsingar má finna hér.

Magnús Stefánsson tók við embætti félagsmálaráðherra 15. júní 2006.

 

Táknrænn lykill að velferð skjólstæðinga félagsmálaráðuneytisins

Nýr félagsmálaráðherra í kastljósi fjölmiðlanna á fyrsta degi

 

 



 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum