Umsóknir um embætti umboðsmanns barna 2007
Umsóknarfrestur um embætti umboðsmanns barna rann út þriðjudaginn 22. maí sl. Forsætisráðuneytinu bárust þrettán umsóknir um stöðuna. Umsækjendur eru:
Árni Guðmundsson, uppeldis- og menntunarfræðingur
Bergþóra Sigmundsdóttir, lögfræðingur
Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, lögfræðingur
Eygló S. Halldórsdóttir, lögfræðingur
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsfræðingur
Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum
Hrafn Franklín Friðbjörnsson, sálfræðingur
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur
Ólína Þorvarðardóttir, doktor í íslenskum bókmenntum
Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur
Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur
Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur
Miðað er við að forsætisráðherra skipi í embættið til fimm ára frá 1. júlí nk.
Reykjavík, 25. maí 2007