Hoppa yfir valmynd
29. maí 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Atvinnuleysi í lágmarki þrátt fyrir innflutning vinnuafls

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 24. maí 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Vinnumálastofnun birti nýlega upplýsingar um ástand á vinnumarkaði í apríl.

Atvinnuleysi er í lágmarki og mælist nú 1,1% af vinnuafli, hefur lækkað um 0,2% frá fyrra mánuði. Sú þróun er í samræmi við árstíðina.

Innan við 2.000 manns voru skráðir atvinnulausir í lok apríl og hafa þeir ekki verið færri í þessum mánuði frá árinu 2000. Nú liggur fyrir mæling á skráðu atvinnuleysi fyrir fyrsta þriðjung ársins og er atvinnuleysishlutfallið 1,25% að meðaltali.

Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að atvinnuleysi ársins verði að meðaltali 1,8%. Þessar nýju tölur benda til þess að atvinnuleysi ársins gæti orðið minna en það og að þensla á vinnumarkaði vari eitthvað lengur en gert hefur verið ráð fyrir.

Nýir erlendir starfsmenn

Önnur vísbending um ástand á vinnumarkaði er að lítið hefur dregið úr aðflutningi erlends vinnuafls það sem af er ári. Stærstur hluti aðfluttra kemur frá löndum EES, aðallega hinum nýju aðildarríkjum en sárafá atvinnuleyfi hafa verið gefin út til fólks sem kemur lengra að frá því aðgangur fólks frá hinum nýju aðildarríkjum ESB að íslenskum vinnumarkaði varð frjáls á síðasta ári.

Fjölgun vinnuafls um þessar mundir vegna aðflutnings er tvöföld á við náttúrulega fjölgun sem nemur nú 0,8-1,0% á ári.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta