Hoppa yfir valmynd
31. maí 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Anna Kristín Ólafsdóttir ráðin aðstoðarkona umhverfisráðherra

Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra.
Anna Kristín Ólafsdóttir

Anna Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarkona Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Anna Kristín lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1995 og meistaraprófi í stjórnsýslu og stefnumótun (MPA) frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum vorið 2000. Hún starfaði sem fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi 1990 - 96, sem sérfræðingur hjá ríkisendurskoðun Wisconsin-þings 2000 - 2001, og sem aðstoðarkona borgarstjórans í Reykjavík 2001 - 2003. Frá ársbyrjun 2004 hefur Anna Kristín gengt starfi forstöðumanns háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta