Afhenti nýjum flugrekanda skírteini
Pétur Maack flugmálastjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði hans og sagði frá starfsemi Flugmálastjórnar. Kom fram að fyrstu mánuðir ársins hafa meðal annars farið í að ganga frá nýju verklagi eftir aðskilnað stjórnsýslu og eftirlits Flugmálastjórnar frá flugvalla- og flugleiðsöguþjónustu sem Flugstoðir ohf. annast eftir skipulagsbreytinguna.
Íslandsflug hið nýja verður með vélar af gerðinni Dornier 228, Partenavia og Chieftain og segjast forráðamenn félagsins meðal annars ætla að sinna leiguflugsverkefnum.