Embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar
Umsóknarfrestur um embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar rann út 25. maí sl. Menntamálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna.
Umsækjendur eru:
Friðrik Friðriksson, arkitekt,
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, arkitekt,
Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður,
Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og
Páll Björgvinsson, arkitekt og byggingarmeistari.
Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. nóvember 2007.