Hoppa yfir valmynd
1. júní 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra opnar Gámavelli

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra opnar Gámavelli.
Á Gámavöllum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra opnaði í gær Gámavelli Gámaþjónustunnar í Hafnarfirði.

Viðskiptavinir fyrirtækisins geta héðan í frá losað sig við úrgang á Gámavöllum á einfaldan hátt sem er síðan breytt í hráefni til framleiðslu nýrra hluta.

Magn úrgangs hefur aukist stöðugt hér á landi eins og flestum öðrum löndum. Þetta kallar á aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að auka endurnýtingu og endurnotkun og í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs eru sett eru fram markmið sem uppfylla á. Stefnt er að því að magn lífræns úrgangs sem verður urðað árið 2009 verði ekki meira en 75% af því sem var árið 1995. Um mitt ár 2013 á magnið að vera komið niður í 50% og eigi síðar en 1. júlí 2020 niður í 35% miðað við grunnárið 1995.

Enn er stærstur hluti úrgangs hér á landi urðaður en hlutfall endurvinnslu hefur aukist jafnt og þétt. Á árunum 1995 til 2004 rúmlega tvöfaldaðist hlutfall endurvinnslu og jarðgerðar og er nú um fjórðungur af úrgangi endurunninn. Á sama tíma minnkaði hlutfall þess úrgangs sem er urðaður um 8%.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta