Hoppa yfir valmynd
1. júní 2007 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra opnar nýjan vef Veðurstofu Íslands

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra opnar nýjan vef Veðurstofu Íslands.
Vedur.is

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra opnaði í gær nýjan vef Veðurstofu Íslands, vedur.is. Nýi vefurinn tekur fyrst og fremst við mið af auknum kröfum um myndræna framsetningu upplýsinga. Á vefnum má finna mikið magn hagnýtra upplýsinga og fróðleiks sem ekki hefur verið aðgengilegur áður.

Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að nýjasta veftækni sé notuð til að birta mikið magn rauntímaupplýsinga um veður, jarðskjálfta o.fl. á aðgengilegan hátt. Þá hefur Veðurstofan sett sér það markmið að sem mest af gagnasöfnum stofnunarinnar, framleiðslu hennar og þjónustu verði á vefnum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta