Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2007
Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2007 og þar með þrítugustu úthlutun úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.
Í stjórn sjóðsins sitja nú:
Margrét Bóasdóttir, söngkona, formaður skipuð af forsætisráðherra.
Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur,
Margrét K. Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og
Björn Teitsson, magister, sem kjörin eru af Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur.
Alls bárust 150 umsóknir um styrki að fjárhæð um 168,3 millj. kr. Úthlutað var að þessu sinni 46 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 20.600.000.- og hlutu eftirtaldir aðilar hæstu styrkina, kr. 1.000.000 hver:
1. Sjómannasafnið á Hellissandi – vegna bátahúss og viðgerðar áttæringa.
2. Saga forlag ehf. – útgáfa Íslendingasagna á Norðurlandamálum.
3. Árnastofnun – gagnagrunnur um þjóðlög Bjarna Þorsteinssonar.
4. Námsefnisvefurinn Katla sf. – námsefni til að auka orðaforða ungra innflytjenda.
5. Háskólinn á Hólum – áframhald fornleifarannsókna við Kolkuós.
Sérstök úthlutunarathöfn verður í Þjóðmenningarhúsinu af þessu tilefni, kl. 17.00 í dag.
Nánari upplýsingar um Þjóðhátíðarsjóð má m.a. sjá á vefslóðinni: http://www.sedlabanki.is/?PageID=28
Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2007 er sem hér segir:
Stofnun Árna Magnússonar Vésteinn Ólason Árnagarði við Suðurgötu 101 Reykjavík
|
Að greiða kostnað við viðgerð fyrra bindis Flateyjarbókar. |
400.000 |
Gamli kirkjugarðurinn á Svalbarði 601 Svalbarðsströnd
|
Gamli kirkjugarðurinn á Svalbarði. |
300.000 |
Sögusetur íslenska hestsins Anna Björg Bjarnadóttir Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
|
Að skrá ýmsar heimildir um íslenska hestinn. |
500.000 |
Náttúrurannsóknastöðin v/Mývatn Árni Einarsson Skútustöðum 660 Mývatn
|
Að kortleggja og flokka loftmyndir af garðlögum í S-Þingeyjarsýslu. |
300.000 |
Finnbogi Jónsson Hraunbæ 174 110 Reykjavík
|
Söfnun sagnfræðiheimilda í Austur-Barðastrandasýslu, aðallega í Múlahreppi. |
100.000
|
Sigurjón Gunnarsson Fannafold 235 112 Reykjavík
|
Að gera handbók um tréskurð. |
300.000 |
Blindrabókasafn Íslands Helga Ólafsdóttir Digranesvegi 5 200 Kópavogur
|
Innlestur Heimskringlu á hljóðbók auk hluta lykilbókar. |
400.000 |
Fornleifastofnun Íslands Gavin Lucas Bárugötu 3 101 Reykjavík
|
Að gera handbók um íslenska forngripi frá 16.- 19. öld. |
500.000 |
Byggðasafn Skagfirðinga Sigríður Sigurðardóttir Glaumbæ 560 Skagafjörður
|
Að ljúka ritun sögu staðar og kirkju í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. |
300.000 |
Alþýðusamband Vestfjarða Helgi S. Ólafsson ritari Pólgötu 2 400 Ísafjörður
|
Að rita sögu verkalýðs-hreyfingarinnar á Vestfjörðum 1906 – 2006. |
500.000 |
Edinborgarhúsið ehf. Jón Sigurpálsson form. Aðalstræti 7 400 Ísafjörður
|
Að endurvekja upplýsinga-bæklinginn Mannsmál vegna opnunar Edinborgarhússins. |
350.000 |
Þorsteinn Geirsson Bugðuleiru 3 780 Höfn
|
Að gefa út bók um mikilvæga þætti félagsstarfs í Lóni, A-Skaftafells-sýslu. |
200.000 |
Árni Daníel Júlíusson Hringbraut 37 107 Reykjavík
|
Að rita tvö af fjórum bindum Landbúnaðarsögu Íslands. |
500.000 |
Saga forlag ehf. Jóhann Sigurðsson Flókagötu 65 105 Reykjavík
|
Að gefa út samræmda heildarútgáfu Íslendingasagna á dönsku, norsku og sænsku. |
1.000.000 |
Hugrún Ívarsdóttir Strandgötu 43 600 Akureyri
|
Að rita bók á fjórum tungumálum um mynsturgerð í íslenskri matargerð. |
75.000 |
Stofnun Árna Magnússonar Rósa Þorsteinsdóttir Árnagarði við Suðurgötu 101 Reykjavík
|
Að gera gagnagrunn um þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar. |
1.000.000 |
Námsefnisvefurinn Katla sf. Anna Guðrún Júlíusdóttir Hagamel 40 107 Reykjavík
|
Að gefa út námsefni til að auka orðaforða ungra innflytjenda á Íslandi í grunn- og framhaldsskóla. |
1.000.000 |
Strandagaldur ses Höfðagötu 8 510 Hólmavík
|
Að gefa út þrjár galdrabækur fyrri alda. |
500.000 |
Fornleifastofnun Íslands Orri Vésteinsson Bárugötu 3 101 Reykjavík
|
Að gefa út rit ætluðu almenningi, nemendum og fræðimönnum um nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði. |
700.000 |
Arnfirðingafélagið Sigríður Arnardóttir Langeyrarvegi 11 220 Hafnarfirði
|
Að rannsaka og kynna heiðinn kumlateig í Hringsdal í Arnarfirði. |
600.000 |
Geir Waage f.h. Reykholtskirkju 320 Reykholt
|
Að greina ástand, lagfæra og forverja gamla legsteina í Reykholti. |
600.000 |
Skriðuklaustursrannsóknir Steinunn Kristjánsdóttir Skriðuklaustri í Fljótsdal 701 Egilsstaðir
|
Að rannsaka leifar af skinnbókum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal. |
600.000 |
Sveitarfélagið Vogar Róbert Ragnarsson Iðndal 2 190 Vogar
|
Að gera vettvangsskráningu minja sem eru í hættu vegna sjávarrofs í Vogum. |
200.000 |
Háskólinn á Hólum Ragnheiður Traustadóttir Krókamýri 78 210 Garðabær
|
Að halda áfram fornleifa-rannsókninni á Kolkuósi sem virðist hafa verið lykill að þróun valdamiðstöðvar og síðar biskupsstóls á Hólum. |
1.000.000 |
Kirkjubæjarstofa ses Ólafía Jakobsdóttir Klausturvegi 2 880 Kirkjubæjarklaustur
|
Að ganga frá uppgraftarsvæði á Kirkjubæjarklaustri og gera hluta rústanna að eins konar fornleifagarði. |
500.000 |
Byggðasafn Vestfjarða Jón Sigurpálsson Turnhúsinu 400 Ísafjörður og Fornleifastofnun Íslands Guðrún Alda Gísladóttir Bárugötu 3 101 Reykjavík
|
Að halda áfram rannsóknum á bæjarstæðinu á Eyri við Skutulsfjörð. |
600.000 |
Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi Margrét I. Ásgeirsdóttir Austurvegi 2 800 Selfoss
|
Yfirfærsla á myndefni heimildar-mynda um Selfoss og Ölfusárbrú. |
75.000 |
Byggðasafn Árnesinga Lýður Pálsson Húsinu 820 Eyrarbakki
|
Að gera heimildarmynd um Húsið á Eyrarbakka. |
300.000 |
Hótel Djúpavík ehf. Eva Sigurbjörnsdóttir 522 Kjörvogur
|
Stækkun sögusýningar Djúpavíkur sem opnuð var árið 2003. |
300.000
|
Eyjafjarðarsveit Syðra – Laugalandi 601 Akureyri
|
Að halda handverkshátíðina „Uppskera og Handverk“ í ágúst 2007. |
300.000 |
Gásahópur Guðrún Steingrímsdóttir Stekkjarflötum 601 Akureyri
|
Að byggja upp miðaldaþorp á Gásum í Eyjafirði. |
300.000 |
Minjasafn Reykjavíkur Guðný G. Gunnarsdóttir Árbæjarsafni við Kistuhyl 110 Reykjavík
|
Að setja upp sýningu um forvörslu fornleifa frá landnámstíð í Aðalstræti. |
500.000 |
Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir Skólavörðustíg 4b 101 Reykjavík
|
Að stofna kennslu- og menningarmiðstöð með sýningarskála í tengslum við torfbæinn að A-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. |
600.000 |
Heimilisiðnaðarfélag Íslands Ásdís Birgisdóttir Laufásvegi 2 101 Reykjavík
|
Að halda sýningu til kynningar rannsóknum á íslenska faldbúningnum. |
300.000 |
Deild íslenska fjárhundsins Þorsteinn Thorsteinson Brún 845 Flúðir
|
Að framkvæma augnskoðun á allt að 100 íslenskum fjárhundum. |
300.000 |
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Héraðsskjalasafnið á Höfn Björg Erlingsdóttir Litlubrú 2 780 Höfn
|
Að vinna úr upptökum af frásögum, söngvum og viðtölum við einstaklinga úr A-Skaftafellssýslu. |
400.000 |
Fornverkaskólinn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
|
Að halda námskeið í torftöku og torfhleðslu. |
200.000 |
Starfshópur um verkefnið „Á slóð Vatnsdælasögu” Haukur Suska-Garðarsson Þverbraut 1 540 Blönduós
|
Að gera sögukort fyrir svæðið Vatnsdal og Þing í Austur-Húnavatnssýslu.
|
250.000 |
Skálholtsstaður Hólmfríður Ingólfsdóttir Skálholti 801 Selfoss |
Að gera fræðsluskilti á hlaðinu við Skálholtsdómkirkju og að hanna og prenta bækling. |
400.000 |
Alls 20.600.000 kr.
Reykjavík, 24. maí 2007