Hoppa yfir valmynd
7. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársþriðjung ársins 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 36,7 milljarða króna innan ársins, sem er 12,4 milljörðum hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman mun hægstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust 24,3 milljörðum hærri en í fyrra en gjöldin jukust um 13,4 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 4,8 milljarða króna sem er 17 milljörðum lakara en á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.

Lántökur ársins nema 46 milljörðum króna og hækka um tæpa 40 milljarða milli ára. Þar munar mest um 26,9 milljarða lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. Þá voru 1,3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Staða á sjóðs- og bankareikningum batnaði um 17,5 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar –apríl 2007

Í milljónum króna

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

91 224

91 117

114 301

124 598

148 904

Greidd gjöld

83 693

91 818

103 202

100 458

113 852

Tekjujöfnuður

7 531

- 701

11 099

24 140

35 052

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-10 720

-

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

 710

 908

1 993

 207

1 684

Handbært fé frá rekstri

-2 479

 207

13 092

24 347

36 736

Fjármunahreyfingar

14 900

 365

7 518

-2 478

-31 952

Hreinn lánsfjárjöfnuður

12 421

 536

19 356

21 869

4 785

Afborganir lána

-5 642

-25 018

-29 826

-31 685

-32 024

   Innanlands

-4 932

-3 170

-13 607

-9 179

-20 915

   Erlendis

- 710

-21 848

-16 219

-22 506

-11 109

Greiðslur til LSR og LH

-2 500

-2 500

-1 200

-1 320

-1 320

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

4 279

-26 982

-11 670

-11 136

-28 559

Lántökur

- 550

32 004

13 949

6 456

46 052

   Innanlands

9 141

11 618

2 169

2 910

41 661

   Erlendis

-8 591

20 386

11 780

3 545

4 391

Breyting á handbæru fé

4 657

5 022

2 279

-4 680

17 493

 

Kökurit yfir tekjur ríkissjóðs á fyrsta þriðjungi ársins 2007

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu 149 milljörðum króna. Það er rúmum 24 milljörðum meira en í fyrra eða 22,7% aukning tekna milli ára. Skatttekjur og tryggingargjöld námu 138 milljörðum og jukust um 24 milljarða milli ára eða 14,2% að raunvirði (þá er tekjuskattur lögaðila í janúar 2006 leiðréttur fyrir tilfærslu eindaga yfir áramótin). Þar af námu skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila 58 milljörðum og jukust um 23,4% að raunvirði milli ára. Tekjuskattur einstaklinga nam 30 milljörðum, tekjuskattur lögaðila tæpum 8 milljörðum og fjármagnstekjuskattur tæpum 21 milljarði króna. Innheimta fjármagnstekjuskattsins fer að mestu leyti fram í janúar ár hvert og innheimtust 20 af 21 milljarði í janúarmánuði. Innheimta veltuskatta nam tæpum 62 milljörðum á tímabilinu, 9 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra, sem samsvarar 9,3% aukningu umfram verðbólgu. Innheimt tryggingagjöld námu 13 milljörðum. Innheimta veltuskatta hefur tekið við sér aftur á síðustu mánuðum. Breyttar reglur um gjalddaga virðisaukaskatts (sem er um tveir þriðju hlutar veltuskattanna) hamla þó enn samanburði á skemmri tímabilum innan ársins. Miðað við hreyfanlegt 6 mánaða meðaltal er raunvöxtur veltuskatta í heild milli ára nú 6,2%.

Tekjur ríkissjóðs janúar –apríl 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

101 914

117 173

138 420

 

21,0

15,0

18,1

Skattar á tekjur og hagnað

35 629

47 734

58 370

 

18,0

34,0

22,3

Tekjuskattur einstaklinga

22 963

25 759

29 985

 

9,5

12,2

16,4

Tekjuskattur lögaðila

3 024

8 076

7 678

 

2,5

167,0

-4,9

Skattur á fjármagnstekjur

9 641

13 899

20 707

 

53,7

44,2

49,0

Eignarskattar

5 109

3 621

3 596

 

64,4

-29,1

-0,7

Skattar á vöru og þjónustu

49 764

53 000

61 601

 

19,7

6,5

16,2

Virðisaukaskattur

34 457

35 906

44 627

 

20,8

4,2

24,3

Vörugjöld af ökutækjum

2 890

4 112

2 652

 

70,1

42,3

-35,5

Vörugjöld af bensíni

2 760

2 812

2 855

 

5,4

1,9

1,5

Skattar á olíu

2 422

2 021

2 310

 

16,4

-16,6

14,3

Áfengisgjald og tóbaksgjald

3 238

3 397

3 549

 

4,7

4,9

4,5

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

3 997

4 754

5 606

 

12,3

18,9

17,9

Tollar og aðflutningsgjöld

 956

 886

1 431

 

11,3

-7,3

61,4

Aðrir skattar

 221

 232

 324

 

.

5,1

39,5

Tryggingagjöld

10 236

11 699

13 099

 

23,1

14,3

12,0

Fjárframlög

 186

 253

 355

 

40,3

36,2

40,4

Aðrar tekjur

12 131

7 153

9 560

 

79,1

-41,0

33,7

Sala eigna

 70

 19

 568

 

-

-

-

Tekjur alls

114 301

124 598

148 904

 

25,4

9,0

19,5

 

Greidd gjöld ríkissjóðs námu 113,9 milljörðum króna í janúar-apríl og jukust um 13,4 milljarða frá fyrra ári, eða 13,3%. Mest munar um greiðslur almannatrygginga sem hækka um 3,6 milljarða. Þá hækka greiðslur til heilbrigðismála um 2,3 milljarða og til almennrar þjónustu um tæpa 2 milljarða. Greiðslur til menntamála hækka um 1,3 milljarða en aðrir málaflokkar hækka minna.

Gjöld ríkissjóðs janúar –apríl 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

19 597

13 250

15 218

 

-32,4

14,9

Þar af vaxtagreiðslur

11 652

4 072

4 766

 

-65,1

17,0

Varnarmál

 107

 208

 188

 

94,3

-9,6

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

3 539

4 247

5 211

 

20,0

22,7

Efnahags- og atvinnumál

8 300

12 072

14 557

 

45,4

20,6

Umhverfisvernd

 757

 895

1 120

 

18,3

25,1

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

 124

 140

 146

 

12,8

4,7

Heilbrigðismál

25 343

26 858

29 180

 

6,0

8,6

Menningar-, íþrótta- og trúmál

4 546

4 748

5 717

 

4,4

20,4

Menntamál

10 659

11 826

13 167

 

10,9

11,3

Almannatryggingar og velferðarmál

20 691

23 103

26 660

 

11,7

15,4

Óregluleg útgjöld

2 283

3 111

2 687

 

36,3

-13,6

Gjöld alls

95 946

100 458

113 852

 

4,7

13,3

 

 


 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta