Hoppa yfir valmynd
8. júní 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynnti sér uppbyggingu í fjarskiptum

Kristján L. Möller samgönguráðherra kynnti sér í dag starf Póst- og fjarskiptastofnunar en ráðherrann hefur undanfarna daga heimsótt stofnanir samgönguráðuneytisins. Ráðherra sagði brýnt að ljúka sem fyrst verkefnum fjarskiptaáætlunar, að koma upp háhraðatengingum sem víðast á landinu og þétta farsímanetið.

Samgönguráðherra heimsækir Siglingastofnun.
Kristján L. Möller með Hermanni Guðjónssyni siglingamálastjóra.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar gefa tilefni til bjartsýni um framgang á sviði fjarskipta. Greindi Hafnkell frá helstu þáttum í starfsemi stofnunarinnar sem væru umfangsmikið bæði á tæknisviðinu og á sviði eftirlits. Þá kynnti hann vefsíðuna netoryggi.is þar sem finna má margs konar hagnýtar upplýsingar og leiðbeiningar varðandi örugga netnotkun.

Kristján L. Möller sagði það brenna mjög á fólki um allt land að geta haft öruggan aðgang að nettengingu. Öflug og afkastamikil nettenging skipti mál og ekki væri síður mikilvægt að verðlag á netnotkun í dreifbýlinu væri samkeppnisfært við verðlagið í þéttbýli.

Samgönguráðherra heimsótti einnig nýverið Siglingastofnun Íslands þar sem Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri og samstarfsmenn hans tóku á móti ráðherra og fylgdarliði. Skoðaði hann meðal annars líkanstöð stofnunarinnar þar sem fram fara jafnan tilraunir vegna hafnargerðar og sjóvarna en framundan eru ýmis verkefni á því sviði.


Samgönguráðherra heimsækir Póst- og fjarskiptastofnun

Kristján L. Möller samgönguráðherra skoðar hér í tækjaskáp Póst- og fjarskiptastofnunar. Með honum eru Hrafnkell V. Gíslason forstjóri, Róbert Marshall aðstoðarmaður og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta